Þjónustan Okkar

Trimform

Vinsælustu meðferðirnar hjá okkur í trimform Virago eru brennslu, styrking og húð. Hver tími er um 40 mín og dreifum við 24 blöðkum á þau svæði sem er unnið er með. Ef þig vantar aðstoð til þess að finna út hver besta meðferðin er fyrir þig þá getum við aðstoðað þig!

SRT teygjunudd

SRT teygjunudd er frábær nýjung til þess að nálgast stífa og þreytta líkama með mjúkum og áhrifaríkum teygjum og endar tíminn síðan á nuddi þar sem áhersla er lögð á að auka blóðflæðið á þau svæði sem unnið var með.

SpreyTan

Við bjóðum upp á persónulega þjónustu með spreytaninu okkar. Starfsmennirnir okkar eru með réttindi frá ST Tropez þar sem við notum ákveðnar leiðir til þess að liturinn komi sem fallegastur út á líkamanum þínum.

Heilsu Sweat

Heilsu sweat meðferðin okkar býður upp á margskonar eiginleika. Hún er tilvalin fyrir þá sem þjást af gigt, vilja auka brennsluna og upplifa hreinsun á öðru leveli. Meðferðin er verkjastillandi, dregur úr vökva og bjúgsöfnun í líkamanum, losar um óhreinindi í húðinni og dregur úr appelsínuhúð. Hver meðferð tekur um 45 mín og er hitinn frá 40-70° hita og fer hitastillingin eftir hvaða meðferð er unnið með.

The only thing that will make you happy is being happy with who you are

Skoða allar vörur