Þjónustan Okkar

Trimform

Vinsælustu meðferðirnar hjá okkur í trimform Virago eru brennslu, styrking og húð. Hver tími er um 40 mín og dreifum við 24 blöðkum á þau svæði sem er unnið er með. Ef þig vantar aðstoð til þess að finna út hver besta meðferðin er fyrir þig þá getum við aðstoðað þig!

SRT teygjunudd

SRT teygjunudd er frábær nýjung til þess að nálgast stífa og þreytta líkama með mjúkum og áhrifaríkum teygjum og endar tíminn síðan á nuddi þar sem áhersla er lögð á að auka blóðflæðið á þau svæði sem unnið var með.

SpreyTan

Við bjóðum upp á persónulega þjónustu með spreytaninu okkar. Starfsmennirnir okkar eru með réttindi frá ST Tropez þar sem við notum ákveðnar leiðir til þess að liturinn komi sem fallegastur út á líkamanum þínum.

Hollywood Glow

Hollywood Glow meðferðin er ein vinsælasta meðferðin hjá okkur og er tilvalin fyrir sérstök tilefni! Hún þéttir slappa húð, eykur kollagenframleiðslu, gerir áferð húðarinnar fallegri og gefur samstundis aukinn ljóma.

The only thing that will make you happy is being happy with who you are

Virago

Eina markmiðið hjá okkur er að hjálpa þér að ná árangri. Sama hvort það tengist því að missa nokkur kg, auka vöðvamassa eða bara örva slappa húð. Kíktu til okkar og við finnum meðferð sem hentar þínum markmiðum. Meðferðirnar hjá okkur skila árangri og eru sársaukalausar. Þú kemur til okkar við setjum þig í tækið og þú getur nýtt tímann til þess að slaka á eða sinnt þínum erindum í gegnum símann þinn. Ef þig langar til þess að hlusta á hljóðbók eða þína tónlist þá mælum við með því að þú mætir með heyrnartól. Hver meðferð tekur 40 mín.