Varanleg háreyðing

kr.45.000

Category:

Varnaleg háreyðing er tilvalin fyrir þá sem vilja hárin burt fyrir fullt og allt!

Í meðferðinni hitum við upp hársekkina og eyðum þeim, kælingin sem fylgir meðferðina sér til þess að hver meðferð sé sársaukalaus.

Við mælum með því að þegar þú pantar í háreyðingu að raka svæðið sirka 3 dögum áður en þú mætir í háreyðingu, forðastu að vaxa og plokka hárin þar sem hársekkirnir þurfa að vera til staðar svo hægt sé að eyða þeim.

Eftir fyrstu meðferð hverfur hluti háranna og finnur þú hvernig hægist á hárvextinum.

Mælt er með því að bera græðandi krem (t.d. Aloe vera) á svæðið tvisvar á dag í viku eftir meðferð ásamt því að forðast sól í viku.

Eftir tvo til þrjá daga má raka þann hluta sem unnið var með.

Verðlistinn í háreyðingu miðast við 4 skipti  :

Axlir 45.000 kr

Handakrikar 45.000 kr

Handleggir (Frá öxl og niður að lófa) 60.000 kr

Fingur 45.000 kr

Handabök og fingur 60.000 kr

Bak 60.000 kr

Geirvörtur 45.000 kr

Bikinílína 45.000 kr

Sportrönd (Lína frá nafla og niður að lífbeini) 45.000 kr

Bringa eða kviður 60.000 kr

Efri vör eða haka 45.000 kr

Efri vör og haka 51.000 kr

Vangar 45.000 kr

Efri vör, haka og vangi 60.000 kr

Fætur 75.000 kr

Hné og niður 45.000 kr

Nári að hné 45.000 kr

Rass 60.000 kr

 

Eftir meðferð þarf að:
– Bera græðandi krem á svæðið tvisvar á dag í eina viku. (T.d. aloe vera)

– Forðast sól og ljósabekki í a.m.k. viku

– Sleppa sundi í 1-7 daga, breytilegt eftir meðferðarformi

– Sleppa líkamsrækt samdægurs

– Nota að lágmarki SPF 30 sólarvörn í sól í a.m.k. eina viku

IPL meðferðirnar þarf að framkvæma í nokkur skipti til að ná sem bestum árangri.
Breytilegt er eftir húðtegund hversu margar meðferðir þarf. Þrjár til sex vikur þurfa að líða á milli meðferða í varanlegri háreyðingu.

Reviews

There are no reviews yet.

Be the first to review “Varanleg háreyðing”

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *