Mitt símtal til ykkar!

Þeir sem þekkja mig vel vita að ég er mjög léleg í að hringja í fólk, jafnvel til þess að láta vita þegar einhvað er að! Til þess að sleppa við fleiri símtöl eða hafa það hangandi á samviskunni að hafa ekki hringt í ALLA þá skil ég þetta eftir hér…
Síðustu dagar eru búnir að vera rosalegir, ekki einu sinni sá sem skrifar Greys þættina hefði ýmindunarafl í þessa atburðarrás og Bold and Beautiful myndi segja stopp við svona miklu drama….
En í síðustu viku endaði ég upp á spítala þar sem talið var að ég væri komin með blóðtappa í lungun, ég var senda í allskonar rannsóknir sem miserfitt var að framkvæma vegna meðgöngu og blæðingarsjúkdóms. Eftir allt saman kom í ljós að þetta væri ekki blóðtappi og talið var að þetta gæti „bara“ hafa verið annað nýrað að leka þar sem ég fæddist með vanskapað nýra. Ég var send heim þar sem þol mitt var það lítið að ég þurfti að leggja mig í 3-4 tíma eftir að hafa gengið frá svefnherberginu yfir í sófann svo lítið var mitt úthald. En á mánudaginn fór orkan mín öll að koma til og er ég undir góðu eftirliti og fer í reglulegar mælingar og skoðanir.
Á þriðjudags nóttina vöknuðum við Gunnar upp við það að Ingimar (okkar yngsti) náði varla andanum, það var eins og hann hefði gleypt eitthvað sem hefði lokað fyrir öndunarveg hans svo við brunum upp á barnaspítala þar sem kemur í ljós að hann er kominn með barkabólgu og þurfti að fá púst og stera við því sem fór að leiða til þess að hann náði andanum á ný. Amman brunaði aftur í bæinn ný farin eftir mína spítalaveru og aðstoðaði okkur við hjúkrun á litla pjakk svo við gætum reynt að sinna okkar vinnum örlítið aftur eftir síðustu fjarveru. Eftir þessa upplifun að horfa á barnið sitt ekki ná að anda eðlilega og hræðsluna í augunum hans þá voru eftirköstunum tekið fagnandi sem fylgdi, svefnlausar nætur með hitaköstum og ælu…
Á fimmtudaginn fæ ég símtal þar sem mér er tilkynnt að Kristján Hjörvar (elsti strákurinn okkar) hafi lent í slysi, hann var að hjóla niðri Valsheimili þar sem hann er að þjálfa og hafi orðið fyrir bíl á leiðinni. Ég bruna úr Egilshöll úr dekri þar sem ég var rétt að ná andanum á ný og urlast úr hræðslu á leiðinni þar sem lýsingarnar sem ég fékk voru hræðilegar. Ég og pabbi hans mætum upp á spítala og við tóku allskonar rannsóknir og skoðanir. Lögreglan lýsir fyrir okkur hvað hefði komið fyrir en hann var að hjóla niður Eskihlíðina þar sem situr skúr akkurat við gangstéttina sem blindar bæði ökumenn og gangandi/hjólandi vegfarendur og var mér tjáð að það væri nýbúið að halda íbúðarfund vegna slysahættu sem þessi blessaði skúr veldur! Kristján hjólar sem sagt inn í hliðinna á bílnum og kastast yfir bílinn og lendir hinu megin við hann. Það var þá sem hringt var í mig og tjáð að hann lægi þarna meðvitundarlaus eftir árekstur og sjúkrabílinn væri á leiðinni.
Bílstjórinn hringir síðan aftur og lögreglan sem tjáir mér það að hann sé kominn upp í sjúkrabíl með meðvitund og byðja mig um allskonar upplýsingar varðandi heilsufar hans.

Þetta fór mun betur en á horfðist og mig langar að taka það fram þar sem hann fékk gott högg á hnakkann hversu mikið og stórt hlutverk hjálmurinn hans skilaði á þessari stundu!
En Kristján hefur átt það til að „gleyma“ hjálminum sínum hér heima þrátt fyrir mikið tuð og nöldur í okkur foreldrunum.
Síðan fyrir ekki svo löngu tók Sigurkarl yngri bróðir hans þetta mál í sínar hendur og læsti hjólunum þeirra saman niðri valsheimili og neitaði að losa lásinn fyrr en hann setti upp hjálminn og myndi nota hann í hvert skipti sem hann hjólar hér á milli. Getið rétt ýmindað ykkur „gleðina“ sem myndaðist hjá Kristjáni en eftir það hefur hann alltaf munað eftir hjálminum og bjargaði það án efa lífi hans!
Núna liggur hann upp á spítala þar sem hann er undir góðu eftirliti hjá pabba sínum og starfsmönnum yfir nóttina. Í dag fer hann síðan í segulómskoðun og fleiri skoðanir og vonumst við til þess að hann fái að fara heim í hvíld <3 Þetta er ástæða fjarveru minnar í vinnu, snappi, bloggi og bara frá öllu… Við fjölskyldan ætlum að taka helgina rólega og þetta kennir manni enn og aftur að vera þakklátur fyrir allt og alla <3 <3 Kveðja Mamman sem ætlar að stinga af eftir áramót með allt gengið í much needed slökun og sól!

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *