Í kjólinn fyrir jólin!

Virago

Í kjólinn fyrir jólin er mjög algeng setning sem maður heyrir korter í jól! En það erum við sem ákveðum hvernig við ætlum að túlka þessa setningu. Það á ekki að skipta nokkru máli í hvaða stærð þessi kjóll á að vera heldur hvernig okkur líður í honum. Æltum við í alvörunni að láta okkur líða illa yfir því að passa ekki í kjól sem er í small en ekki í þeirri stærð sem hentar þínum vexti? Við þurfum að hætta að láta hamingjuna okkar stjórnast af kg tölum. Hefur þú einhvern tímann átt geðveikt góðan dag og verið bara með þetta, síðan stigið á vigtina og séð tölu sem þú ert ekki sátt/ur við og látið það draga þig niður? Alltof margir í kringum mig hafa gert þetta og ég hef séð hvernig sjálfstraustið minnkar og drifkrafturinn hverfur. Ég hef unnið með fullt af fólki sem er í besta formi lífs síns en eru að springa úr óhamingju, gremju og litlu sjálfstrausti, þannig að ég hef aldrei skilið það þegar fólk setur samasem merki þar á milli. Þegar það kemst loksins niður fyrir X kg þá fari því að líða betur eða þá ætlar það að fara að njóta. Þegar við áttum okkur á því að hamingjan fellst ekki í líkamsforminu þínu þá er sigurinn mikill og hamingjan ennþá meiri! Ef að markmiðið þitt er að missa X mörg kg þá er það gott og blessað en ekki tengja hamingjuna þína þarna við. Njóttu þess að æfa, borða góðan mat og vertu hamingjusöm/samur!

Lífið er of stutt, keyptu þér jólaföt í þeirri stærð sem þér líður vel í! Það er komið fck 2019 hættum þessu bulli 😉

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *