Hver er minn tilveruréttur ef mínar tilfinningar eru ekki samþykktar?

Orð hafa ábyrgð

„Heimska belja“
„Djöfulsins beygla, að hún skuli dirfast“
„Hver hleypti þessari út“
„Læstu þig inni og ekki tjá þig við annað fólk“
„Enn eitt gáfnaljósið að reyna að tjá sig“
„Jæja þá erum við komin með nýjan talsmann ofbeldismanna og nauðgara“
„Þessi er greinilega í sorg og veit ekki betur“
„Hversu heimsk er hægt að vera, kynntu þér málefnið betur“

„Þetta er eitt það heimskulegasta sem ég hef lesið. Orð hafa ábyrgð og það að láta svona frá sér án þess að hafa nokkrar rannsóknir eða neitt til að bakka upp illa ígrundaðar skoðanir þínar nema takmarkað brjóstvitið var verulega vanhugsað. Svo endurbirta götublöðin ruslið. Karlrembur og kvenhatarar landsins fagna því að þú hafir gert konur ábyrgar fyrir vanlíðan karla, því að guð forði þeim frá því að taka nokkra ábyrgð sjálfir á eigin líðan. Þú ættir að skammast þín og biðjast afsökunar á þessu frumhlaupi.“

„haltu þig bara við að lyfta lóðum, þú veist ekkert hvað þú ert að tala um“

„Hey kannski ættirðu að halda þig í ræktinni í kringum fársjúkt, athyglissjúkt og hégómafullt draslfólk í staðinn fyrir að tjá skoðanir þínar um femínisma. Vinsamlegast láttu fagfólki það eftir“

„Vá hvað mér finnst þú fáfróð, að halda að feminismanum sé um að kenna að karlar kunni ekki að haga sér.“

„Þá eru það ekki femínistar blábjáninn þinn.“

„Sorglegt hvað margir eru að taka undir þessa grein.. ugghhh“

Lestu þetta aftur og ýmindaðu þér að þú sért að segja þetta við börnin þín, maka, foreldra þína eða vini?

Nú er fullt af ungum börnum sem hafa fylgst með umræðum sem eiga sér stað í dag.
Finnst ykkur skrítið að ungt fólk ritskoði sínar tilfinningar eða jafnvel bæli þær niður þar sem þau hræðast að sú tilfinning sé “röng“ fyrir öðrum og að þú sért tekin af lífi fyrir það eitt að deila þínum tilfinningum?
Því það er nákvæmlega það sem margir eru að gera og ég er að vitna í umræddum pistli!

Við kennum börnunum okkar að sýna hvert öðru virðingu, að netníð eigi aldrei rétt á sér og að allir eigi rétt á sinni skoðun hvort sem við séum sammála eða ekki…. En hvenær ætlum við að tileinka okkur þetta? Er ekki alltaf sagt að börn læra það sem fyrir þeim er haft?
Það sem hræðir mig mest er að flestir sem taka þátt í þessari netníð sem á sér stað í dag er fólk sem vinnur með börnum, eru foreldrar og jafnvel telja sig vera fyrirmyndir!
Það er aldrei of seint að taka smá sjálfskoðun og laga það sem betur má fara!
Þetta er ekki stríð og snýst ekkert um hvort maður hafi rétt fyrir sér, þetta snýst um virðingu!

Kærleikurinn er langlyndur, hann er góðviljaður.
Kærleikurinn öfundar ekki. Kærleikurinn er ekki raupsamur, hreykir sér ekki upp. Hann hegðar sér ekki ósæmilega, leitar ekki síns eigin, hann reiðist ekki, er ekki langrækinn. Hann gleðst ekki yfir óréttvísinni, en samgleðst sannleikanum.
Hann breiðir yfir allt, trúir öllu, vonar allt, umber allt. Kærleikurinn fellur aldrei úr gildi.

Þetta video er einhvað sem ALLIR ættu að horfa á. Sorglegt að segja það en þá er ég ekki að tala um að við ættum að sýna börnunum okkar þetta með það í huga að leiðbeina þeim, neibb þetta er fyrir ykkur “fullorðna“ fólkið þarna úti :

Einu sinni var ég já og amen manneskja, ég var sammála öllum og alltaf tilbúin að stökkva til. Ég hélt að með þessu myndi ég sleppa við öll rifrildi, ekkert drama í kringum mið og ég myndi sleppa við rökræður sem ég hafði ekki kjark í.
En það sem ég áttaði mig ekki á var að fólk hefur mismunandi skoðanir á hlutum og það að vera sammála öllum getur valdið manni mikið hugarangur, þá sérstaklega þegar maður er að kyngja sinni eigin skoðun og trú.
Þegar ég byrjaði að vinna með minni meðvirkni fann ég hvað allt fór að verða léttara yfir mér, ég var allt í einu komin með rödd sem að kom í veg fyrir að ég sætti mig við aðstæður og hluti sem ég vildi ekki vera í.
Allt í einu var ég farin að láta drauma rætast sem mig hefði aldrei grunað að ég hefði kjark í og allt í einu var fólkið sem að dró hvað mest úr mér farið að fjarlægjast…
En ég viðurkenni það að flæða bara með hópnum og hafa ekki rödd getur verið mun auðveldara heldur en að standa fast á sínu. En maður þarf líka að átta sig á hvað maður vill afreka í þessu lífi, viltu vera já og amen manneskjan sem leitar að samþykki hjá öllum með því að vera bara sammála eða viltu öðlast kjarkinn til þess að berjast fyrir þér og þínum tilverurétt?
Við eigum öll rétt á okkar skoðun hver sú sem hún kann að vera, það er okkar að vanda það að koma þeirri skoðun á framfæri án þess að lasta öðrum, upphefja sig á annarra manna kostnað eða hefja tilgangslaust stríð!

Það kemur manni á óvart að sama hvað fólk hamrar á því hvað við séum öll ólík og eigum rétt á okkar skoðunum hvað það meinar það samt svo innilega ekki! Því ef maður ætlar að vera á móti þá þarf maður að hafa mikinn kjark til þess að standa með sinni skoðun sé hún „röng“ fyrir þeim…

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *