Góður og sterkur kviður er málið!

sterkur kviður

Já krakkar mínir, það er lykil atriði að vera með sterkan kvið! Kjarninn eða coreinn okkar heldur okkur uppi svo það þarf að styrkja hann vel.
Færð þú þreytuverki í mjóbakið, ræður þú ekki við það sem ætti að teljast auðveldar lyftur eins og að taka upp búðarpokanna án þess að fá í bakið! Þá eru miklar líkur á því að kviðvöðvarnir þínir séu ekki nógu sterkir og bakið tekur alla vinnuna á sig sem ætti að deilast jafnt allan hringinn!
En hér eru nokkrar skemmtilegar útfærslur af kviðæfingum, já ég sagði KVIÐÆFINGUM! Ekki maga heldur KVIÐ 😉
Flestar af þessum útfærslum eru þó heldur krefjandi en það er hægt að útfæra þær á auðveldari vegu eins og að nota léttari þyngdir eða vinna jafnvel bara með eigin líkamsþyngd til þess að byrja með.

góður og sterkur kviður Smellið á myndina hér að ofan til að sjá videó.

Njótið í tætlur og endilega deilið 😉

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *