Fyrirgefðu!

Að fyrirgefa

Að fyrirgefa fólki getur reynst mörgum mjög erfitt, þá sérstaklega ef viðkomandi lítur sem á að hann hafi ekkert til þess að byðjast afsökunar á…
Hefur þú einhvern tíman verið svo sár út í einhvern sem þér finnst „skulda“ þér afsökunarbeiðni? Þar sem þú bíður eftir tækifærinu á því að fyrirgefa og ert búin að sjá fyrir þér þær samræður aftur og aftur. Þar sem þú ert búin að sjá fyrir þér þann enda þar sem þú stendur eftir 100 kg léttari með því einu að fyrirgefa viðkomandi? Hversu dásamlegt væri það?
En hvað ef þú færð aldrei það tækifæri að taka við þeirri afsökunarbeiðni? Jú þá fylgir oftar en ekki mikil gremja, gremja sem vindur upp á sig og samræðurnar sem þú sást fyrir þér eru komnar út í rifrildi í kollinum á þér!
Ég hef allaveganna lent í þessari aðstöðu og það var mjög sárt. Sá aðili sem særðist mest á því var ég.
Ég fór að burðast með allskonar tilfinningar sem ég réði stundum ekkert við og langaði svo að losna við bara með einni afsökunarbeiðni… Þegar ég loksins áttaði mig á því að sú afsökunarbeiðni væri ekki að fara að eiga sér stað varð ég að líta í eigin barm og vinna út úr þessari flækju. Þegar ég tek brennslu æfingar hef ég lagt það í vana minn að hlusta á allskonar fyrirlestra sem fara yfir hluti sem geta bætt þig sem manneskju og hvetja mig áfram í áttina að mínum markmiðum og draumum. Ég datt inn á fyrirlestur sem fór yfir þennan fyrirgefningar hluta, að maður ætti að fyrirgefa fólki fyrir sig en ekki þau! Að fyrirgefningin snérist hvorki um uppgjöf eða sigur, heldur væri hún gerð til þess að losa þig við þessi auka kg af reiði og gremju sem geta fylgt!
Ég fór að skoða þetta nánar og ákvað svo loks að prufa þetta, ég settist niður og skrifaði bréf til viðkomandi í tölvunni minni og endaði bréfið á : Ég fyrirgef þér! Ég las bréfið síðan upphátt fyrir mig sjálfa og í lokin þegar ég las : Ég fyrirgef þér þá fann ég bókstaflega hvernig ég varð öll léttari, mér leið vel, ég hugsaði fallega til viðkomandi og sá hlutina frá öðru sjónarhorni. Ég hætti að einblína á reiðina og fór heldur að vorkenna viðkomandi fyrir gjörðir sínar og náði bara loksins að aftengja mig. Ég náði að setja egóið mitt til hliðar og fyrirgefa!
Því ég leit á þetta eins og ég væri að samþykkja þessa hegðun með því að fyrirgefa eða öllu heldur gefast upp, en þessi leið kenndi mér að LOSNA við þetta út úr mínum koll og hætta að eyða tíma mínum og tilfinningum í þessa tilgangslausu reiði!

Svo ég mæli með því að ef að þú ert sár, reið/ur eða upp full/ur af gremju til einhvers sem þér finnst „skulda“ þér afsökunarbeiðni að setjast niður, skrifa bréf þar sem þú kemur öllu frá þér og endar síðan bréfið á : Ég fyrirgef þér! Lestu þetta upphátt og eyddu því, bæði úr tölvunni og huga þínum. Ég er ekki að segja að þetta verði auðvelt en þetta er svo þess virði!

Tíminn er of dýrmætur

Kær kveðja
Hafdís Björg

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *