Fæðubótaefni á meðgöngu og með barn á brjósti

Fæðabótaefni á meðgöngu

Ég veit ekki hversu oft ég hef átt þessar rökræður við fólk um hvað má og hvað má ekki. Það fer ekkert meira í taugarnar á mér en þegar fólk predikar einhvað sem það hefur ekkert vit á né kynnt sér nánar. Það bítur bara einhvað í sig og predikar það áfram.
Það eru ekki margir sem vita það og ástæðan fyrir því að ég hef ekki verið að deila þessu er að ég nenni ekki að réttlæta mitt val á notkun fæðubótaefna því margir myndu telja að ég mætti ekki notast á við slíkt sem er rangt en samt svo algengur misskilningur.. En þegar ég byrjaði að keppa á mínu fyrst fitness móti og var þá að keppa í módel fitness þá vissi ég EKKERT um fæðubótaefni, ég tók bara það sem mér var sagt að taka og aðeins meira en það. Undirbúningurinn gékk ekki vel enda fór ég ekki eftir matarplani eins og til var ætlast af mér og ég leitaði því í brennsluaukandi efni og tók þau í óhóflegu magni. Ég borðaði Green tea töflur og hreinar koffíntölfur eins og smarties yfir daginn og tók brennslu 2-3 tíma á dag, á þriðja degi fann ég að ég var einhvað ólík sjálfri mér og hljóp inn á bað. Ég leit í spegilinn og sá hvað ég varð allt í einu snjóhvít og byrjaði að kaldsvitna, mig byrjaði að svima og var alveg að líða út af. Það var brunað með mig upp á spítala þar sem hjúkrunarfræðingur tók á móti mér og fór yfir málin með mér. Hún skammaði mig eins og smábarn þegar ég sagði henni hvað ég væri að gera fyrir mótið sem ég ætlaði að keppa á og fordómarnir hjá henni leyndu sér ekki. Eftir fyrirlesturinn frá henni var ég staðráðin í því að ég ætlaði ekki að fórna heilsunni fyrir þetta sport og myndi því aldrei aftur taka brennsluaukandi efni né hrissta mér í prótein sheik! En sem betur fer fór ég síðan á fund með sérfræðing þar sem það kom í ljós að annað nýrað á mér væri vanskapað í laginu og væri þess vegna ekki að starfa eins og eðlilegt er. Svo um leið og ég fer yfir um í einhverjum efnum sem geta talist skaðleg þá bregst líkaminn minn mun fyrr við og nýrað hættir að starfa eðlilega. Við ræddum um mataræðið mitt og fæðubótaefni og þá sagði hann mér hvað ég ætti að forðast og hvað ég mætti nota svo lengi sem það væri í hóflegu magni. Mér leið strax mun betur að heyra þetta því ég var ekki alveg tilbúin að leggja þetta til hliðar og hélt því áfram að nota mín fæðubótaefni en ég geri það núna skynsamlega og kynni mér vel það sem ég er að taka. Það eru ennþá læknar, hjúkrunarfræðingar og ljósmæður sem setja alfarið bann á fæðubótaefni án þess að útskýra það nánar né ræða frekar. Þess vegna ef einhver segir þér að þú ættir ekki að gera þetta eða taka einhvað spurðu þá nánar út í það og vertu gagnrýnin því þið getið ekki ýmindað ykkur hversu margir fullyrða hluti sem það hefur ekki kynnt sér á neinn hátt! En yfir í aðal málið, hvað má taka og hvað ekki á meðgöngu og með barn á brjósti. Það er í rauninni alveg það sama við hvort sem þú ert ólétt eða ert með barn á brjósti þar sem allt sem við tökum inn fer í litla skrokkinn líka, þess vegna er mjög mikilvægt að vita nákvæmlega hvað það er sem þú ert að taka og hvort að það sé óhætt. Allt sem ég kem til með að telja upp sem má taka bæði á meðgöngu og yfir brjóstagjöf er í lagi svo lengi sem það sé tekið í hóflegu magni! Það er einnig góð regla að lesa á dúnkana og fylgja leiðbeiningum, það er alltaf tekið fram ef varan er ekki ætluð konum á meðgöngu eða með barn á brjósti.

Ég ætla ekki að taka fyrir öll fæðubótaefni sem til eru heldur ætla ég að velja þau efni sem mest er spurt út í Þ

Prótein (T.d. Whey, Syntha og Casein prótein) : Mysu og mjólkurprótein er skaðlaust barninu, við drekkum Hleðslu, Hámark, Muscle milk án þess að hugsa okkur tvisvar sinnum um. En ef það kemur í duft formi í risa dunk þá allt í einu förum við að setja spurningamerki við vöruna. Ég hélt mig við 1-2 skammta yfir daginn bæði á meðgöngu og yfir brjóstagjöfina, alltaf út á hafragrautinn og síðan fannst mér gott að annað hvort hrissta mér í sheik eftir æfingu eða drekka eina Hleðslu.

Preworkout : Þú myndir aldrei gefa 4 ára barninu þínu preworkout, það þykir öllum vera common sens en samt sem áður hef ég séð margar óléttar konur drekka preworkout eins og ekkert sé sjálfsagðara, þær afsaka það oft með því að þær gætu allt eins verið að fá sér kaffibolla eins og margar mæður gera. En á öllum dúnkum af preworkouti er tekið fram að ekki skuli drekka sé maður óléttur eða með barn á brjósti! Koffín magnið sem er í preworkouti er oft mjög hátt og ekki gott fyrir móður né barn. Það sem gott er að taka í staðinn fyrir preworkout er rauðrófusafi! Hann er talinn vera eitt það besta sem þú getur drukkið fyrir æfingu, hann er skaðlaus barninu og er mjög hollur og góður fyrir verðandi móður. Ekki þó láta þér bregða ef liturinn á þvaginu breytist, ég gleymi því ekki þegar ég byrjaði fyrst að drekka rauðrófusafa og þvagið mitt varð heldur rauðleitt hvað mér brá mikið. Ég ætlaði að bruna til læknis en áttaði mig síðan á að þetta væri eftir rauðrófusafann sem ég hefði drukkið fyrir æfinguna 🙂

Amino, BCAA og aðrar aminosýrur : Að taka inn umfram magn af aminosýrum er ekki æskilegt á meðgöngu né með barn á brjósti, ekki er búið að rannsaka það nægilega til þess að hægt sé að segja nákvæmlegar afleiðingar þess en það er ekki mælt með því. Á flestum dúnkum er einnig tekið fram að ekki skuli taka inn sé maður óléttur eða með barn á brjósti og vilja sumir meina að umfram magn geti valdið fósturgalla og jafnvel fósturmissir.
Þegar ég fer í að skoða mér til um efni og afleiðingar en finn ekki fullnægjandi upplýsingar þá skoða ég það sem er komið um efnin, ef það eru fleiri greinar sem mæla gegn inntöku vegna áhættu þá þykir mér ákvörðunin ekki erfið, enda geta allir lifað án þess að taka inn slík efni í ákveðinn tíma. Með svona hluti vill maður ekki taka neinar áhættur!

CLA : eru bara hollar og góðar fitusýrur. Þær má taka á meðgöngu en það er ráðlagt að hætta inntöku þeirra sértu komin yfir 35 vikurnar vegna þess að þær auka blóðflæðið og er það ekki æskilegt þegar styttist í fæðingu upp á blóðmissir. Það sama á við um omega fitusýrur.

Vítamín sem mælt er með :
Fólinsýra : spilar mjög stóran þátt í meðgöngu. Sértu að plana að verða ólétt er gott að byrja að taka hana sem fyrst og halda því áfram fram að 13-14 viku, jafnvel út alla meðgönguna. En fyrstu vikurnar eru mjög mikilvægar!
Járnið getur verið slæmt fyrir meltinguna þar sem maður getur verið extra viðkvæmur á þessum tíma en fari það ekki illa í þig þá er gott að taka það þegar nær dregur fæðingu og strax eftir fæðingu í viku eða tvær. Mæli með því að taka multidophilus gerla fyrir meltinguna fari járnið illa í þig.
D og C vítamín : Eru bæði mjög góð fyrir beinin, tennurnar, vöðvana og frumurnar. Styrkir ofnæmiskerfið og getur spilað stóran þátt í heilsu og orku móður í gegnum meðgönguna.

Þetta er það helsta sem spurt er úti og mæli ég alltaf með því að fólk kynni sér vel og vandlega hvað það er að taka, hvort sem þú ert karl, kona, ólétt eða ekki kynntu þér efnin sem þú ert að taka!

Ef þið eruð með einhverjar fleiri spurningar varðandi þetta málefni er velkomið að senda á mig á snapchat eða instagram : Hafdisbk

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *