Barnaþrælkun eða uppeldi?

Barnaþrælkun

Er það barnaþrælkun eða gott uppeldi að virkja börnin í heimilisstörfunum?

Móðir mín var mjög dugleg í því að virkja mig til þess að taka þátt í heimilisstörfum og láta hlutina ganga upp. Vinna var aldrei kvöð né stjórnaði líðan hennar. Ég heyrði hana aldrei segja hluti eins og : Ohh ég nenni ekki í vinnuna! Ohh það er mánudagur á morgun eða einhvað í þeim dúr. Ég fór 10 ára gömul niðri Mjódd og gékk inn í nokkur fyrirtæki til þess að sækja stolt um mína fyrstu vinnu. Þar fékk ég fyrstu launuðu „vinnuna“ mína og vá hvað ég var ánægð með mig! Ég var ráðin í vinnu hjá Úrsmið til þess að skjótast með pakka á pósthúsið fyrir hann og fékk 100 kr hér og þar fyrir hverja sendingu sem ég hljóp með. Ég man þegar að ég kom heim hvað ég var spennt að segja mömmu frá því að ég væri komin með vinnu! Ábyrgðartilfinningin sem ég fann var svo góð og þótt þetta hafi verið lítið og ómerkilegt starf fyrir einhverjum þá var þessi tilfinning gríðalegur partur af mínum þroska og uppeldi. Eftir þetta fór ég að taka að mér að passa börn og sinna allskyns verkefnum. Ég fór að láta mig dreyma um að kaupa mér hús og fá mér hund, framtíðin var spennandi fyrir mér. Ég byrjaði að leggja fyrir þessa hundrað kalla sem ég vann mér inn og ég er ekki að segja að ég hafi endað með einhverjar milljónir en tilfinningi í hvert sinn sem að ég kom heim með launin mín var ómetanleg!

Í dag finnst mér alltof margir ungir krakkar upplifa vinnur sínar sem kvöð og ég upplifi oft að ég sé að trufla „leti“ þeirra þegar ég bið um aðstoð í verslun eða geng á kassa með vöru sem þarf að stimpla inn. Ég hef aldrei skilið afhverju viðkomandi taki slíkt starf að sér ef hann vill ekki sinna því með bros á vör. Auðvitað getum við öll átt slæman dag en ef þú vaknar og segir við þig á hverjum morgni : Ohh ég nenni ekki í vinnuna þá þarftu annað hvort að endurskoða vinnuna þína eða sjálfan þig. Ekki satt? Eða byrjum við að stimpla þetta attitude inn hjá þeim?

En yfir í annan stóran part af þessu öllu saman og megin ástæðan fyrir þessum skrifum er UPPELDIÐ! Erum við að ala upp ósjálfbjarga einstaklinga sem vilja fá allt upp í hendurnar fyrir ekki neitt? Ég vildi að strákarnir mínir myndu læra að hafa fyrir hlutunum, taka þátt í heimilisstörfunum eins og þeim sjálfsagða hlut sem það er og læra að taka ábyrgð. Oft þegar þeir eru að ganga frá eða sinna öðrum heimilistengdum verkefnum þá fæ ég: Hva ertu bara með litla þjóna, ekki nennir strákurinn minn að gera þetta heima hjá okkur.

Þetta er ekki val þetta er bara sjálfsagður hlutur sem þarf að sinna og þeir vita það af því við höfum kennt þeim það!

Ég er ekki að segja að það sé alltaf gert með bros á vör en þeir hafa lært að kvarta ekki undan því! Þeir gera hlutina og þeir gera það stundum með þvinguðu brosi eins og sést hér á myndinni við þessa grein, þvingaðasta bros sem til er en samt eru hlutirnir gerðir og kláraðir með góðri samvisku. Þegar að ég startaði mínum eigin rekstri fór ég að leyfa næst elsta stráknum mínum að mæta með mér og kenna honum það sem ég hef lært. Munurinn á sjálfstraustinu hjá honum og að sjá hversu hugmyndaríkur hann leyfir sér að vera er ótrúleg. Það að vinna er ekki bara til þess að fá greidd laun og borga reikninga, það er ábyrgð (sem allir hafa gott af), frelsi og tilgangur. Við sem foreldrar þurfum að leyfa börnum að upplifa þessar tilfinningar og kenna þeim að hafa aðeins fyrir hlutunum!

Nú ætla ég að gerast svo kræf að líkja þessu við hunda uppeldi, ef þú ert með tvo hvolpa einn sem fer á heimili þar sem matardallurinn hans er alltaf fullur, hann geltir þegar honum sýnist, pissar inni og tekur stjórnina þegar hann fer út í taum. Hinn hvolpurinn fer á heimili þar sem honum er kennt strax að gera þarfir sínar úti, sækja bolta, sitja og bíða eftir að matardallinum þegar komið er að matartíma, gelta ekki að óþörfu og fara út í göngutúr án þess að stjórna. Hvort haldi þið að hvolpurinn sem er sjálfala eða hvolpurinn sem fær „hlutverk“ líði betur? Ég skal svara því fyrir ykkur : sá hvolpur sem fær ákveðið hlutverk og er partur af fjölskyldunni er sá sem upplifir ábyrgð og öryggi, hann er hluti af einhverju því hann fær skýr og góð tilmæli sem honum ber að virða eins og allir aðrir á heimilinu. Saman ber við fullorðna fólkið. Við þurfum okkar hlutverk hvort sem það er tengt vinnu, að vera foreldri eða önnur verkefni sem lífið hendir í okkur. Þetta er tilfinning sem við erum mörg farin að taka sem sjálfsögðum hlut og bíðum bara eftir næstu mánaðarmótum á autopilot. Lífið hefur upp á svo miklu meira að bjóða og það er okkar hlutverk að leiðbeina börnunum okkar í gegnum lífið og upplifa þessar tilfinningar <3

Já ég veð úr einu í annað en ég vona svo innilega að heildar myndin skili sér 🙂

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *