Að vera 100%

Þitt 100%

Er hægt að vera 100% týpa? Ert þú 100%?

Svarið er líklegast nei, nema þú lifir í þeirri sjálfsblekkingu að það sé hægt! En ef að við vitum að það er ekki hægt afhverju erum við tilbúin að fórna öllu og jafnvel geðheilsunni til þess að reyna að vera 100%… Ef að við fleygjum þessari 100% tölu útum gluggan og gerum allt sem við gerum með heilum hug erum við þá ekki okkar 100%? Þegar þú ert í vinnunni, gerir þú það sem þú átt að gera og gerir þú það vel? Þegar þú ert með fjölskyldu og vinum sýnir þú þeim athygli og nýtur þess í einlægni að eyða tíma með þeim. Mætir þú reglulega í ræktina og borðar þú hollan og góðan mat? Þótt að svarið sé já eða nei þá skilgreinir það þig ekki og þess vegna máttu ekki láta það rífa þig niður. Við erum okkar 100% þegar að við erum sátt við það sem við gerum! Við verðum veik og missum úr æfingu og vinnu, það er eðlilegt. En það sem er óeðlilegt er hvað við getum barið okkur niður fyrir hluti sem við stjórnum ekki í stað þess að halda áfram okkar striki þrátt fyrir allskyns uppákomur. Lífið er allskonar og það er ekki okkar né annara að skilgreina okkur sem 100% týpan eða A og B manneskjan. Þegar að þú ert sátt/ur við það sem þú ert að gera þá ertu þitt 100% 🙂

Ef þú dettur niður í niðurrif eða vanlíðan er gott að finna sér einn hlut, eina aðferð eða aðstæður sem hjálpar þér að finna kraftinn á ný! Mitt er að horfa á motivational speakers, lesa peppandi quotes, fylgjast með hvetjandi og jákvæðu fólki á instagram og vera í kringum jákvæða einstaklinga. Byrjaðu að venja þig á það að grípa í það sem hvetur þig áfram um leið og þú finnur að niðurtúrinn er að koma og peppaðu þig í gang. Það er eðlilegt að upplifa erfiða tíma en það er í okkar höndum að velja hvort við ætlum að dvelja þar eða finna leiðir til þess að komast aftur í okkar 100% <3 Og mundu að þitt 100% þarf ekki að vera sama og 100% hjá öðrum, við finnum okkar 100% svo lengi sem að við erum sátt með okkar!